fbpx

Heimurinn er stöðugt að breytast og nýjar kröfur eru settar á fyrirtæki í dag, þ.mt hæfni til að þróast hratt og þá helst í gær. Eitt af mikilvægustu verkfærunum í þessu ferli er stafræn innleiðing. Við trúum því að stafræn innleiðing  kaupferlisins sé lykillinn að því að nútímavæða það ferli og að nútíma upplýsingatækni sé mikilvæg til að gera nauðsynlegar breytingar þegar kemur að markaðssetningu. Útvistun (outsourcing) gegnir lykilhlutverki við framkvæmd þessa breytinga. Þú ert sérfræðingur í því sem þú gerir, og flestir eyða ekki tíma, orku og peningum í að fikra sig áfram í einhverju sem þeir hafa ekki vit á í staðinn fyrir að halda sig við það sem þeir kunna.

 

Heimurinn er að þróast hraðar en nokkru sinni fyrr, það sem virkaði einu sinni, og virkaði lengi – virkar bara ekki lengur.

Tökum sem dæmi auglýsingar:

Hversu margir horfa á sjónvarpsauglýsingar?

Þeir fáu sem ennþá eru þrælar skipulagðrar sjónvarpsdagskrár, og hafa ekki ennþá uppgötvað að hægt sé að aðlaga sjónvarpsefnið eftir þeirra eigin tíma og þörfum, taka yfirleitt upp símann um leið og auglýsingahléið byrjar.

Fólk í dag eyðir meiri tíma í að horfa á símann heldur en að horfa á sjónvarpið og síminn, talvan eða ipadinn eru oftast ekki langt undan þegar auglýsingarnar byrja að rúlla.

Hvernig náum við þá til þessa hóps?

Farsímaauglýsingar munu vaxa a.m.k. þrisvar sinnum hraðar heldur en aðrar auglýsingar á heimsvísu á þessu ári, með 23,5% vöxt á móti 7,4% annara miðla.

Þessi yfirfærsla frá hefðbundnum auglýsingamiðlum, yfir á þá stafrænu gefur litlum og meðalstórum fyrirtækjum tækifæri til að færa sig yfir á markaðinn á mun einfaldari og ódýrari hátt og gefur þeim loksins möguleika á að keppa við þau sem eru stærri og ná oft á tíðum að einoka auglýsingamarkaðinn sökum verðs.

En hvað gerist þá þegar öll stærstu fyrirtækin í heiminum gera sér grein fyrir að auglýsingar eins og við erum vön síðustu áratugi eru barn síns tíma og fara að taka þessa milljarða sem þau eyða í sjónvarpsauglýsingar og færa þær yfir á stafrænt form og birta á samskiptarásum eins og  Google Ads eða Youtube?

Vermiðinn á athygli okkar sem vefnotenda mun hækka og þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki eru þá aftur komin í öftustu röð. Núna er tíminn  fyrir þessi fyrirtæki til að fanga athygli neytenda og nota þetta tækifæri sem þau hafa fengið til þess að keppa við risana og freistast þess að fá bita af kökunni.

 

Stafræn markaðssetning jafnar leikinn!