fbpx

Fyrir þremur árum síðan yfirgaf ég vel launað háskólastarf í Noregi til að hefja feril minn sem ráðgjafi. Fólk rak upp stór augu þegar ég tilkynnti að ég ætlaði að yfirgefa velmegunarlandið og öryggið sem fylgdi því að vera lektor við ríkisrekinn háskóla.

Ég sá vaxandi þörf fyrir ráðgjafafyrirtæki sem getur komið inn sem samþættur hluti markaðsdeildar fyrirtækja, án þess að fyrirtækið sjálft þyrfti að ráða og viðhalda þekkingu allra sérfræðinga í deildinni. Í þessari grein ætla ég að fara yfir hvers vegna fyrirtæki ættu að íhuga að leita til sérhæfðra aðila þegar kemur að stafrænni markaðssetningu.

Ný þörf í sölu-og markaðsdeildum

Helsta ástæðan fyrir því að ég skipti um starfsvettvang, er sú að mér sem kennara og rannsakanda fannst vera mikil þörf á sérþekkingu á stafrænni markaðssetningu, sem mörg lítil sem og stór fyrirtæki eiga erfitt með að ná tökum á.

Orð eins og leitarvélabestun (SEO), CRM, inbound marketing, SEM, og eComm sem fyrir mörgum hljóma eins og algjör þvæla, höfðu komist í daglega notkun í mínu starfi, allan daginn oft á dag, og það var augljóst að þörf væri á fyrirtæki sem gæti orðið leiðandi á sínu sviði með því að einblína á stafræna hluta markaðsfræðinnar.

Samstarfsfólk mitt var sammála mér um að þarna væri vandamál til staðar. Þörfin fyrir sérhæft starfsfólk í stafrænni markaðssetningu var að aukast á miklum hraða, og á sama tíma eru fá fyrirtæki sem hafa þörf fyrir slíkan starfskraft í fullri vinnu. Hvað gera bændur þá?

Þróunin í dag er svo hröð að nærri ómögulegt er að fylgjast með gangi mála þegar þú stendur á miðlínunni, og þörfin fyrir sérfræðinga sem skilja stefnu þíns fyrirtækis og hvaða markmiðum þú vilt ná er að aukast gífurlega. Ég sá þarna tækifæri til að skapa eins konar sameiginlegt úrræði fyrir markaðsstjóra fyrirtækja, utanaðkomandi aðila sem að getur unnið sem samþættur langtímasamstarfsaðili markaðsdeildarinnar.

Þetta snýst ekki lengur um að hafa „stafræna stefnu“. Þetta snýst um að hafa stefnu sem aðlagast að stafrænum nútíma.

Stafræn markaðssetning gegnir stóru hlutverki í flestum íslenskum fyrirtækjum í dag. Ef þú lætur vinnuna í hendurnar á ráðgjafa með sérfræðiþekkingu á stafrænum miðlum og samræmir þannig við stefnu fyrirtækisins að gildi og áherslur endurspegli vöru og þjónustu, þarf að vera til staðar áætlun með skýrum markmiðum og helstu lykilmælikvörðum (KPI) til þess að fyrirtækið nái hámarksárangri. Til dæmis er gott að hafa á hreinu hver skammtíma- og langtímamarkmiðin eru, hvert söluvirði einstakra viðskipta er og hvert virði viðskiptavinarins er.

Fyrir flest fyrirtæki felur stafræn innleiðing í sér breytingar, bæði í forgangsröðun fjárhagsáætlunar sem og breytingu á markaðsfyrirkomulagi. Fyrirtækin sem ná bestum árangri á þessu sviði eru með skýra stefnu sem felur í sér nýstárlegar, hagkvæmari aðgerðir og frumkvæði. Oft er hagkvæmara fyrir fyrirtæki að útvista (outsource) þessari innleiðingu og láta sérfræðinga um hluti eins og greiningu gagna, ákvörðun á markhópum, birtingaform auglýsinga og margt margt fleira.

Eins og komið hefur fram hafa tímarnir breyst, og við mannfólkið, flest allavega, með og hefur internetið breytt kaupferli viðskiptavina þar sem hröð tækniþróun, til dæmis með tilkomu samfélagsmiðla og snjallsíma, hefur haft mikil áhrif á væntingar og kauphegðun viðskiptavina og upplýsingaleit gegnir stærra hlutverki en áður.

Dæmi um breytta kauphegðun með nútímatækni.