fbpx

Niðurstöður samfélagsmiðlamælingar Gallup á samfélagsmiðlanotkun Íslendinga sem framkvæmd var í maí 2017 sýna fram á að af 813 Íslendingum eldri en 18 ára nota 92% þeirra samfélagsmiðilinn Facebook. Samfélagsmiðillinn Snapchat hefur fengið aukið fylgi hérlendis og taldi 62% þátttakenda samanborið við 58% árið áður. Instagram miðillinn hafði einnig aukið fylgi og voru 44% þátttakenda sem nota miðilinn samanborið við 40% árinu áður. Fylgi Pinterest taldi 28% þátttakenda meðan Twitter taldi 20% þátttakenda. Enn fremur var LinkedIn í sjötta sæti vinsælla miðla hérlendis með 17% þátttakenda. Stefnumótamiðillinn Tinder rak svo lestina af vinsælum miðlum með 7% þátttakenda virka á miðlinum. Niðurstöður Gallup sýndu einnig að almennt var eldra fólk að nota samfélagsmiðla minna heldur en þeir sem yngri voru (Gallup, 2017). Hér að neðan er að finna umfjöllun um þá samfélagsmiðla sem yfir 15% þátttakenda samfélagsmiðlamælingar Gallup voru að nýta.